Nasser Al Khelaifi formaður PSG hefur átt nokkra fundi með Daniel Levy stjórnarformanni Tottenham. Katar hefur áhuga á því að kaupa félag í ensku úrvalsdeildinni.
Eigendur PSG frá Katar hafa dælt fjármunum í PSG á undanförnum árum en vilja nú herja á enska markaðinn.
Telegraph segir frá fundunum en Al Khelaifi hefur milligöngu fyrir aðila frá Katar sem vilja kaupa.
QSI fjárfestingarsjóðurinn hefur áhuga á að kaupa 25 prósenta hlut í Tottenham á 1 milljarð punda.
Mögulega myndi þetta hjálpa Tottenham að greiða niður þær skuldir sem hafa komið til vegna byggingu á nýjum heimavelli félagsins og nýlegu æfingasvæði.