Marcus Rashford er sjóðandi heitur þessa dagana og er að raða inn mörkum fyrir Manchester United.
Rashford kom inná sem varamaður gegn Charlton í enska deildabikarnum í kvöld í stöðunni 1-0 fyrir Man Utd.
Antony hafði komið Man Utd yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þar til undir lok leiks.
Rashford skoraði þá tvö mörk í blálokin til að tryggja góðan sigur heimamanna.
Á sama tíma er Newcastle komið í næstu umferð en liðið vann þægilegan 2-0 heimasigur á Leicester.
Manchester United 3 – 0 Charlton
1-0 Antony (’21)
2-0 Marcus Rashford(’90)
3-0 Marcus Rashford(’94)
Newcastle 2 – 0 Leicester
1-0 Dan Burn(’60)
2-0 Joelinton(’72)