Gareth Bale hefur lagt skóna á hilluna. Hann staðfestir þetta í tilkynningu.
Bale á glæstan feril að baki og er frægastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid. Þangað kom hann frá Tottenham en hann er uppalinn hjá Southampton.
Hjá Real Madrid varð Bale þrisvar sinnum Spánarmeistari og fimm sinnum Evrópumeistari, svo eitthvað sé nefnt.
Hann lauk ferlinum hjá Los Angeles FC í Bandaríkjunum.
Bale segir erfiðast að segja skilið við velska landsliðið. Hann fór með liðinu á EM 2016 og 2020, auk HM í Katar fyrir áramót.
Kappinn segist þakklátur fyrir að hafa fengið þau miklu forréttindi að starfa við það að vera knattspyrnumaður.
Tilkynningu hans má lesa hér að neðan.
— Gareth Bale (@GarethBale11) January 9, 2023