Arnar Þór Viðarsson og Davíð Kristján Ólafsson eru viðmælendur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í kvöld.
Þar verður verkefni íslenska karlalandsliðsins sem nú stendur yfir til umræðu. Arnar er þjálfari liðsins og Davíð leikmaður.
Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik í gær. Lauk honum með 1-1 jafntefli þar sem Andri Lucas Guðjohnsen gerði mark Íslands af vítapunktinum í uppbótartíma.
Á fimmtudag mætir íslenska liðið svo því sænska.
Sjónvarpsþátturinn 433.is er á dagskrá Hringbrautar klukkan 20 í kvöld.