Alan Smith, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur aldrei jafnað sig eftir fótbrot sem átti sér stað árið 2006.
Smith spilaði þá með Man Utd gegn Liverpool en hann ökklabrotnaði í leik við Liverpool.
Nú 17 árum seinna á Smith erfitt með að labba og var ráðlagt af lækni að sleppa því að fara út að hlaupa þar sem það gæti skaðað hann enn frekar.
,,Ég gat ekki lengur keppt í hæsta gæðaflokki eins og áður. Ég fer úr rúminu og get ekki labbað venjulega, ökklinn er alltaf stífur,“ sagði Smith um að hætta í fótbolta.
,,Ég fór að hlaupa í sumar og náði nokkrum kílómetrum en þurfti að hætta því ég fann til í ökklanum. Mér var tjáð af skurðlækni að ekki fara út að hlaupa því það gæti gert enn meiri skaða.“
,,Það er alltaf erfitt að labba burt en þegar einhver segir við þig að þú eigir ekki að hlaupa þá veistu að það er rétt ákvörðun. Ég sé ekki eftir neinu, þetta var auðvelda lausnin.“