Chelsea er víst búið að blanda sér í baráttuna um framherjann Marcus Thuram sem spilar með Borussia Monchengladbach.
Þetta er leikmaður sem hefur lengi verið á óskalista Manchester United og hefur félagið áhuga á að fá hann í janúar.
Um er að ræða 25 ára gamlan franskan landsliðsmann sem er sonur Lilian Thuram sem er goðsögn í Frakklandi.
Chelsea er nú að skoða það að bjóða 13 milljónir punda í Thuram en þetta kemur fram í FootMercato.
Man Utd er ekki eina félagið sem er á eftir Thuram en önnur stórlið horfa til leikmannsins sem spilaði á HM í Katar með Frakklandi.