Stórstjarnan Jack Grealish bjóst við allt öðruvísi verkefni hjá Manchester City er hann gekk í raðir liðsins árið 2021.
Grealish kom þá til Man City frá Aston Villa og kostaði félagið 100 milljónir punda og varð dýrasti Bretinn frá upphafi.
Grealish hefur ekki náð sömu hæðum hjá Man City og hann gerði hjá Villa, eitthvað sem kom honum sjálfum á óvart.
,,Þegar ég kom hingað, ég skal vera hreinskilinn, þetta var allt öðruvísi en ég bjóst við,“ sagði Grealish.
,,Ég bjóst við að við værum þægilega á toppnum og ég væri að raða inn mörkum og stoðsendingum sem er augljóslega ekki staðan.“
,,Það eru svo mörg lið sem eru í nauðvörn gegn okkur og það er alls ekki eins og hjá Villa.“