Sonur David Beckham, Romeo, hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarliðið Brentford.
Frá þessu greinir enska félagið en Romeo mun spila með varaliði Brentford á þessu tímabili.
Leikmaðurinn gerir lánssamning út tímabilið en hann er samningsbundinn Inter Miami í MLS-deildinni.
Það er einmitt félag í eigu föður hans, David, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Real Madrid og Manchester United.
Romeo þykir vera fínasti fótboltamaður en hann æfði fyrst með Brentford í október á síðasta ári.