Wout Weghorst spilaði að öllum líkindum sinn síðasta leik fyrir lið Besiktas í Tyrklandi í kvöld.
Weghorst skoraði í 2-1 sigri á Kasimpasa og var augljóslega að kveðja stuðningsmenn liðsins eftir mark sitt.
Weghorst er á leið til Manchester United en hann er í láni hjá Besiktas frá Burnley.
Man Utd mun taka yfir lánsdíl Weghorst sem er þrítugur að aldri og var keyptur til Burnley fyrir 12 milljónir punda fyrir ári síðan.
🚨 Wout Weghorst celebration tonight, he’s linked with a loan to #MUFC. pic.twitter.com/fEoVk7wT6G
— UtdPlug (@UtdPlug) January 7, 2023