Marcus Rashford skoraði fyrir lið Manchester United í gær sem vann lið Everton 3-1 í enska bikarnum.
Rashford hefur verið að finna form sitt undanfarið eftir að hafa verið einn slakasti leikmaður Man Utd á síðustu leiktíð.
Rashford skoraði þriðja mark Man Utd í sigrinum í gær en hann kom boltanum í netið úr vítaspyrnu.
Enski landsliðsmaðurinn er nú sá fyrsti til að skora í sjö heimaleikjum í röð fyrir Rauðu Djöflana síðan Wayne Rooney gerði það árið 2012.
7 – Marcus Rashford is the first Manchester United player to score in seven consecutive home appearances in all competitions since Wayne Rooney between February and April 2012. Theatre. pic.twitter.com/dJU5Z2TRCp
— OptaJoe (@OptaJoe) January 6, 2023