Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Jadon Sancho sé að koma sér í form svo hann geti byrjað að spila með liðinu aftur.
Sancho hefur ekki spilað með United síðan í október en um langt skeið hefur hann æft einn í Hollandi.
Sancho hefur átt erfitt bæði líkamlega og andlega en hann er á sínu öðru tímabili hjá United. Hann kostaði félagið 75 milljónir punda en hefur ekki fundið taktinn.
„Knattspyrnumenn eru ekki vélmenni, hann er mættur aftur á æfingasvæðið og það sannar að hann er að taka skref í rétta átt,“ segir Ten Hag.
„Ég myndi vilja fá Jadon til baka sem fyrst en stundum er ekki hægt að þvinga hlutina áfram. Þetta er eitt af þeim tilfellum.“
„Ég verð að vear þolinmóður, það eru hindranir til að fara yfir. Hann er á góðri leið. Hann er ekki í nógu góðu formi eins og er. Ég vona að Jadon komi til baka sem fyrst en get ekki nelgt tímasetningu á það.“