fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ten Hag tjáði sig um Sancho á nýjan leik – „Knattspyrnumenn eru ekki vélmenni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 08:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Jadon Sancho sé að koma sér í form svo hann geti byrjað að spila með liðinu aftur.

Sancho hefur ekki spilað með United síðan í október en um langt skeið hefur hann æft einn í Hollandi.

Sancho hefur átt erfitt bæði líkamlega og andlega en hann er á sínu öðru tímabili hjá United. Hann kostaði félagið 75 milljónir punda en hefur ekki fundið taktinn.

„Knattspyrnumenn eru ekki vélmenni, hann er mættur aftur á æfingasvæðið og það sannar að hann er að taka skref í rétta átt,“ segir Ten Hag.

„Ég myndi vilja fá Jadon til baka sem fyrst en stundum er ekki hægt að þvinga hlutina áfram. Þetta er eitt af þeim tilfellum.“

„Ég verð að vear þolinmóður, það eru hindranir til að fara yfir. Hann er á góðri leið. Hann er ekki í nógu góðu formi eins og er. Ég vona að Jadon komi til baka sem fyrst en get ekki nelgt tímasetningu á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool