Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool verður frá í meira en mánuð vegna meiðsla. Þetta staðfestir Jurgen Klopp stjóri liðsins.
Miðvörðurinn fór meiddur af velli í hálfleik í tapi Liverpool gegn Brentford í vikunni.
Varnarmaðurinn knái meiddist aftan í læri og nú er staðfest að hann verður frá næstu vikurnar.
„Við erum að tala um vikur, meiar en mánuð. Vonandi gengur þetta vel, við erum með aðra miðverði,“ sagði Klopp.
Liverpool mætir Wolves í enska bikarnum um helgina þar sem líklega Joel Matip og Ibrahima Konate verða í hjarta varnarinnar.
Jurgen Klopp on Virgil van Dijk hamstring injury. "It was a harsh diagnosis. We talk about weeks, more than a month but I hope it goes quick. We have other centre-halves.”
— paul joyce (@_pauljoyce) January 6, 2023