Marcus Rashford getur orðið betri leikmaður en bæði Erling Haaland og Kylian Mbappe að sögn Louis Saha.
Saha er fyrrum leikmaður Manchester United sem er einmitt lið Rashford en sá síðarnefndi hefur minnt á sig í síðustu leikjum.
Rashford er ekki talinn vera í hóp með Mbappe og Haaland sem eru tveir bestu ef ekki bestu framherjar heims.
Saha hefur þó bullandi trú á enska landsliðsmanninum og telur að hann geti skorað allt að 40 mörk á tímabili.
,,Rashford er leiikmaður sem getur skorað 30-40 mörk á tímabili. Ég efast ekkert um það. Hann getur gert þetta allt, jafn mikið og jafnvel meira en Kylian Mbappe og Erling Haaland,“ sagði Saha.
,,Þessir leikmenn eru með hraða og leikskilning sem fáir eru með. Þeir eru svo góðir í að koma sér í réttar stöður og skora mismunandi mörk sem Marcus er byrjaður að gera.“