Jack Butland markvörður Crystal Palace er á leið til Manchester þar sem hann fer í læknisskoðun áður en hann skrifar undir hjá Manchester United.
United hefur leitað að nýjum markverði eftir að Newcastle kallaði Martin Dubravka til baka úr láni frá United.
Kappinn lék tvo leiki með Untied á tíma sínum á Old Trafford. Báðir komu í enska deildabikarnum.
Palace hefur samþykkt að lána Butland til United en hann hefur verið varamarkvörður liðsins undanfarið. Enginn forkaupsréttur er í samningi liðanna.
Butland þótti eitt sinn mikið efni en hann er nú 29 ára gamall. Hann er varaskeifa hjá Crystal Palace.
Dean Henderson hefur verið varaskeifa David De Gea undanfarin tímabil. Hann er nú á láni hjá Nottingham Forest.
Manchester United, planning for Jack Butland medical tests already today — should take place in the next hours. 🔴🚨 #MUFC
Understand the loan deal from Crystal Palace doesn’t include any buy option clause. Agreement in place and now documents being prepared. pic.twitter.com/XX861fysN2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023