Nuno Tavares, leikmaður Arsenal, á von á harðri refsingu frá núverandi félagi sínu Marseille eftir leik við Montpellier í Frakklandi.
Tavares er í láni hjá Marseille frá Arsenal en hann skoraði fyrsta markið er liðið vann góðan 2-1 sigur á Montpellier.
Hins vegar þegar þrjár mínútur voru eftir þá missti Tavares sig algjörlega og braut á groddaralegan hátt á leikmanni Montpellier.
Tavares fékk verðskuldað beint rautt spjald og verður ekki með Marseille í næstu þremur leikjum.
Igor Tudor, stjóri Marseille, gagnrýndi hegðun Tavares en segir á sama tíma að svona hlutir geti gerst.
,,Hann missti hausinn algjörlega og mun fá harða refsingu,“ sagði Tudor í samtali við blaðamenn.
,,Svona hlutir gera gerst og hann mun læra sína lexíu fyrir framtíðina.“