Framtíð Roberto Firmino hjá Liverpool er enn í óvissu.
Samningur kappans rennur út næsta sumar. Hann gæti því farið frítt þá.
Sky í Þýskalandi segir að leikmaðurinn vilji helst gera nýjan samning á Anfield en að honum liggi ekki á.
Þá kemur einnig fram að áhugi sé frá nokkrum félögum í Sádi-Arabíu. Þó ekki frá Al-Nassr, sem Cristiano Ronaldo samdi við á dögunum.
Firmino hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2015 og unnið bæði Ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu með félaginu.
News #Firmino: He is still leaning towards a contract extension with Liverpool, he is happy but no fast decision. Talks ongoing and positive. But: He has requests from Saudi Arabia. Some clubs are pushing. But not Al-Nassr. #LFC @SkySportDE 🇧🇷 pic.twitter.com/B3h3t8QLhl
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) January 4, 2023