Memphis Depay, leikmaður Barcelona, er tilbúinn að láta samning sinn hjá félaginu renna út frekar en að fara í janúar.
Það er SPORT á Spáni sem greinir frá en Barcelona hefur verið að skoða það að selja Memphis í janúar.
Memphis er á háaum launum hjá Barcelona en félagið er í fjárhagsvandræðum og þarf að losa sem flesta.
Memphis er hins vegar sáttur með lífið í Barcelona og mun reyna allt sem hann getur til að spila á Nou Camp þar til í sumar.
Ljóst er að Barcelona mun ekki bjóða Memphis nýjan samning en hann er ekki inni í myndinni hjá Xavi, stjóra liðsins.
Hollendingurinn er 28 ára gamall og hefur sérstaklega verið orðaður við Newcastle.