Cristiano Ronaldo skrifaði í gær formlega undir samning sinn við Al-Nassr í Sádí Arabíu sem gerir hann að launahæsta íþróttamanni allra tíma. Ronaldo mun þéna 175 milljónir punda á ári. Ronaldo kemur til félagsins eftir að samningi hans við Manchester United var rift.
Ronaldo er nú mættur til Sádí Arabíu og hefur hafið æfingar en ljóst er að koma hans hefur komið þessu lítt þekkta félagi á kortið.
Al-Nassr var með rétt rúma 800 þúsund fylgjendur á Instagram áður en Ronaldo var kynntur til sögunnar.
Eftir komu Ronaldo eru fylgjendur Al-Nassr nú komnir yfir 8 milljónir og því hefur koma Ronaldo fjölgað fylgjendum um meira en sjö milljónir.
Al-Nassr er nú með fleiri fylgjendur en West Ham, Everton og Newcastle sem dæmi. Aðeins sex stærstu félög Englands hafa fleiri fylgjendur á Instagram en Al-Nassr.
Ronaldo er stærsti notandinn á Instagram en hann er sjálfur með 528 milljónir fylgjenda.