Romelu Lukaku hefur staðfest það að hann hafi ekki áhuga á að snúa aftur til enska félagsins Chelsea.
Lukaku var keyptur til Chelsea fyrir síðustu leiktíð fyrir um 100 milljónir punda eftir frábæra dvöl hjá Inter Milan á Ítalíu.
Eftir slakt fyrsta tímabil þá ákvað Lukaku að halda aftur til Ítalíu og skrifaði undir lánssamning við Inter.
Lukaku vonast innilega til að geta verið lengur hjá Inter og er ekki að horfa á það að snúa aftur á Stamford Bridge.
,,Ég ræddi við Chelsea um mitt samband við félagið og ég ákvað að snúa aftur til Inter. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og ég er ánægður,“ sagði Lukaku.
,,Ég vonast til að geta verið áfram hjá Inter, Inter er allt fyrir mér. Við þurfum hins vegar að finna lausn með Chelsea.“