Liverpool hefur mikinn áhuga á Matheus Nunes hjá Wolves.
Það er Sky Sports sem heldur þessu fram.
Hinn 24 ára gamli Nunes hefur aðeins verið hjá Wolves síðan í sumar en hann gæti strax farið.
Miðjumaðurinn er hins vegar með samning hjá Úlfunum til 2027 og þeir því í sterkri stöðu í viðræðunum.
Talið er að Wolves fari fram á 50 milljónir punda fyrir Nunes.
Liverpool vill hins vegar borga um 44 milljónir punda.
Jurgen Klopp leitar að styrkingu á miðsvæði sitt, en sú staða hefur verið til vandræða.
Liverpool hefur valdið vonbrigðum á þessari leiktíð og er í sjötta sæti. Í gær tapaði liðið gegn Brentford.