Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum leikmaður Chelsea, var harðorður í garð liðsins eftir frammistöðu vikunnar.
Chelsea mætti botnliði Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni og gerði 1-1 jafntefli á útivelli.
Chelsea hefur alls ekki verið sannfærandi í vetur og var það heldur ekki í þessari viðureign og átti Forest jafnvel sigurinn skilið.
,,Þetta var svo langt frá því að vera nógu gott hjá Chelsea. Þú ert 1-0 yfir og veist að Forest mun reyna eitthvað annað og þarft að geta tekið á því,“ sagði Hasselbaink.
,,Það sem veldur mér áhyggjum er að þeir eru ekki að skapa nein færi. Þú þarft að mæta og vinna. Það skiptir engu máli hvernig, þetta var botnliðið og þú þarft að vinna.“
,,Ef þú gerir jafntefli þá á Dean Henderson [markmaður Forest] að vera maður leiksins og það var ekki raunin. Liðið varðist lélega og gleymdi Serge Aurier í markinu.“