Brentford vann frábæran sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti stórliði Liverpool.
Fyrri hálfleikurinn var betri af hálfu Brentford sem leiddi 2-0 en fyrra markið var sjálfsmark Ibrahima Konate.
Yoane Wissa skoraði svo annað mark leiksins undir lok hálfleiksins og óvænt staða er flautað var til leikhlés.
Liverpool var ekki lengi að svara fyrir sig í seinni hálfleik er Alex Oxlade-Chamberlain skoraði eftir aðeins fimm mínútur.
Næsta markið og það síðasta skoraði Bryan Mbeumo til að tryggja heimaliðinu frábæran 3-1 sigur.
Það er ansi athyglisverð staðreynd að þetta var í fyrsta sinn í 84 ár eða síðan 1938 að Brentford vinnur Liverpool.
BRENTFORD BEAT LIVERPOOL FOR THE FIRST TIME SINCE 1938 🤯🤯🤯 pic.twitter.com/NJ8iFKkEMm
— ESPN FC (@ESPNFC) January 2, 2023