Leikmenn Barcelona fengu ekkert frí á nýársdag eins og mörg önnur félög eftir leik við Espanyol um helgina.
Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Espanyol á sunnudag og var frammistaða liðsins ekki sannfærandi.
Xavi, stjóri Barcelona, var mjög ósáttur með spilamennsku liðsins og heimtaði mætingu á nýársdag.
Leikmenn Barcelona áttu upphaflega að fá frí á þessum degi en Xavi ákvað að breyta til eftir úrslitin.
Diario Sport segir að Xavi hafi í raun verið bálreiður eftir leikinn og lét leikmenn vita um leið að það væri mæting þann 1. janúar.
AS segir jafnframt frá því að það hafi verið samkomulag á milli Xavi og leikmanna að þeir myndu aðeins fá frí ef leikurinn hefði endað með sigri.