Fyrrum knattspyrnumaðurinn Jermaine Pennant hefur verið úrskurðaður gjaldþrota vegna skulda hans sem nema yfir milljón punda.
Pennant, sem er 39 ára gamall, lék með stórliðum á borð við Arsenal og Liverpool á leikmannaferlinum.
Það hefur hins vegar lítið gengið eftir ferilinn og kappinn raðað upp skuldum við lánadrottna, banka og fleiri. Í kjölfarið var hann dreginn í réttarsal.
Pennant hefur verið úrskurðaður gjaldþrota fyrir héraðsdómi í Birmingham.
Talið er að eignir Pennant verði teknar upp í skuldir hans.
Pennant lék síðast með Billericay Town í ensku neðri deildunum.
Kappinn, sem spilaði í stöðu kantmanns, lék lengst af í heimalandinu, Englandi, en reyndi einnig fyrir sér á Spáni, Indlandi og í Síngapúr.