Samkvæmt ítalska miðlinum Calciomercato hefur Juventus mikinn áhuga á Bukayo Saka, leikmanni Arsenal.
Hinn 21 árs gamli Saka hefur verið stærsta stjarna Arsenal undanfarin tímabil. Samningur hans rennur hins vegar út eftir átján mánuði.
Saka virðist eitthvað tregur til að skrifa undir nýjan samning en Arsenal vill ekkert heitar en það.
Nú segja fréttirnar frá Ítalíu hins vegar að Juventus vilji freista Arsenal með því að bjóða Dusan Vlahovic í hina áttina.
Mun ítalski risinn fylgjast vel með gangi mála í samningsviðræðum Saka og láta svo vaða ef möguleikinn kemur upp.
Skytturnar reyndu hvað þær gátu að fá Vlahovic frá Fiorentina fyrir ári síðan en þá valdi kappinn Juventus.
Þessa stundina er aðalframherji Arsenal, Gabriel Jesus, frá vegna meiðsla og gæti þetta því heillað.