Antonio Conte, stjóri Tottenham, kvartar yfir því að hann sé ekki með nógu marga skapandi leikmenn í sínum leikmannahóp.
Conte biðlar þar til stjórnar Tottenham og vill fá að kaupa leikmenn í janúarglugganum sem er nú opinn.
Tottenham stóðst ekki væntingar í gær gegn Aston Villa og tapaði óvænt 2-0 á heimavelli.
Frammistaðan var alls ekki sannfærandi en Conte telur sig vita hvað vantar í hans hóp.
,,Við erum ekki með marga skapandi leikmenn í okkar liði. Í dag var erfitt að finna svæðin og sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Conte.
,,Ég er viss um að ef við fáum ekki á okkur fyrsta markið þá vinnum við leikinn. Þetta mark drap okkur að lokum.“