Það var alltaf vilji Cristiano Ronaldo að skrifa undir hjá Real Madrid áður en hann hélt til Sádí Arabíu.
Það er Goal sem fullyrðir þessar fregnir en Ronaldo skrifaði nýlega undir samning við Al Nassr í Sádí Arabíu.
Ronaldo er þar með kominn á endastöð ferilsins en hann er í dag launahæsti leikmaður allra tíma.
Ronaldo gerði garðinn frægan með Real í mörg ár og vonaðist innilega að félagið myndi hringja og bjóða upp á endurkomu.
Portúgalinn yfirgaf lið Manchester United undir lok síðasta árs og þurfti að lokum að skoða aðra möguleika en Real.