Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur hafnað fjölmörgum tilboðum frá öðrum liðum undanfarna mánuði að sögn Marca.
Modric er aðeins með eitt í huga og er það að skrifa undir nýjan samning við Real.
Króatinn var frábær á HM í Katar í síðasta mánuði en hann vill fá að skrifa undir framlengingu til allavega ársins 2024.
Lið í Sádí Arabíu eins og Al Nassr hafa reynt að lokka Modric í sínar raðir en hann verður samningslaus í sumar.
Modric telur sig þó eiga meira inni og vill spila allavega eitt ár til viðbótar í hæsta gæðaflokki.
Modric er ennþá einn besti miðjumaður heims en hann verður 38 ára gamall í september og hefur leikið með Real frá árinu 2012.