Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, stjörnuleikmaður Paris Saint-Germain og nýkrýndur heimsmeistari með argentínska landsliðinu er launahæsti íþróttamaður heims árið 2022. Þetta kemur fram í samantekt Forbes yfir launahæsti íþróttamenn í heimi á árinu sem nú er að renna sitt skeið.
Messi er einn þriggja knattspyrnumanna sem ná sæti á topplista Forbes þetta árið en auk hans er þar að finna Neymar og Cristiano Ronaldo. Messi þénaði því sem nemur 108 milljónum punda í laun á árinu sem nú er að líða.
Það er rúmum 7 milljónum punda meira heldur en NBA kappinn Lebron James, leikmaður Los Angeles Lakers þénaði en hann situr í 2. sæti.
Í þriðja sæti er síðan að finna Cristiano Ronaldo með 96 milljónir punda.
Topp tíu listann yfir launahæsti íþróttamenn í heimi árið 2022 má sjá hér fyrir neðan: