Það er ekkert pláss fyrir goðsögnina Cristiano Ronaldo í úrvalsliði framherjans Mario Balotelli.
Balotelli var beðinn um að velja sitt besta lið sögunnar en þar má sjá Lionel Messi, leikmann Paris Saint-Germain.
Messi og Ronaldo eru taldir vera tveir af bestu leikmönnum sögunnar en Ronaldo fær ekki pláss.
Brasilíski Ronaldo fær hins vegar sæti í sóknarlínunni en hann er þar ásamt Messi með Antonio Cassano fyrir aftan.
Steven Gerrard, Yaya Toure og Andrea Pirlo eru á miðjunni í gríðarlega sterku liði Balotelli sem má sjá hér.