fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
433Sport

Pogba um tímann í Manchester: ,,Það er ekkert leyndarmál“

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. september 2022 18:51

Paul Pogba ásamt Bruno Fernandes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba samdi við Juventus í sumar en hann yfirgaf einmitt félagið fyrir Manchester United árið 2016.

Pogba var þar að snúa aftur til Manchester en náði aldrei að standast væntingar eftir að hafa kostað 89 milljónir punda.

Frakkinn viðurkennir að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel á Old Trafford og taldi rétta skrefið vera að snúa aftur til Ítalíu.

Pogba var frábær fyrir Juventus áður en hann hélt til Englands á ný og er vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.

,,Ég tel að það hafi verið hjartað sem tók ákvörðunina um að snúa aftur til Juventus. Þetta var líka mögulega rétti tíminn,“ sagði Pogba.

,,Undanfarin þrjú ár í Manchester þá var ég mikið meiddur en hlutirnir gengu ekki upp eins og ég hefði viljað, það er ekkert leyndarmál.“

,,Þetta var góð áskorun fyrir bæði mig og Juventus, kannski var þetta rétti tíminn að koma aftur saman og reyna að koma liðinu á rétta braut.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta
433Sport
Í gær

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England