fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Máni stígur inn í umræðuna um samtal Vöndu og Heimis – „Það var fullkomlega eðlilegt“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. september 2022 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur með meiru, segir ekkert athugavert við það að formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, hafi heyrt hljóðið í Heimi Hallgrímssyni þó svo að Arnar Þór Viðarsson sé þjálfari karlalandsliðsins.

Vanda staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hafi rætt við Heimi í sumar.

Gengi karlalandsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið spilaði þó tvo fína leiki gegn Venesúela og Albaníu á dögunum.

„Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi ræða við Heimi. Landsliðsgluggarnir hafa ekki verið frábærir og það hefði verið skrýtið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa skyldi ganga áfram,“ segir Máni í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Mér fannst líka frábært að Vanda hafa gengist við því að taka símtalið. Hún tók ekki upp á því eins og oft þegar menn lenda í erfiðum spurningm að segja ekki satt og rétt frá.“

Máni er sáttur með vinnubrögð Vöndu. „Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“