fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
433Sport

PSG, Chelsea og Tottenham reyndu en hann valdi Arsenal

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus samdi við Arsenal í sumar en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester City og hefur byrjað vel í London.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að mörg félög hafi reynt við Jesus í sumar og var hann með þónokkra möguleika.

Jesus gat til að mynda gengið í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi en um er að ræða eitt ríkasta félag heims.

Brasilíumaðurinn ákvað þó að lokum að semja við Arsenal og virðist þar með ekki hafa elt peningana.

,,Síðan í mars eða apríl þá voru mörg lið sem höfðu samband við Gabriel Jesus,“ sagði Romano við Que Golazo.

,,Ég get nefnt Tottenham, ég get nefnt Chelsea. Mörg félög hringdu í umboðsmann og vildu athuga stöðuna. Einnig Paris Saint-Germain, þeir höfðu áhuga á Jesus og horfðu á hann sem möguleika. Það voru margar viðræður sem áttu sér stað en Arsenal taldi sig alltaf vera í bílstjórasætinu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda úr Lindahverfi bað um Arnór og Breiðablik svarar kallinu

Linda úr Lindahverfi bað um Arnór og Breiðablik svarar kallinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja
433Sport
Í gær

Eiríkur setur fram ótrúlega kenningu um Björgólf Thor og David Beckham

Eiríkur setur fram ótrúlega kenningu um Björgólf Thor og David Beckham
433Sport
Í gær

Þrumuræða Renard fyrir sögulega stund nú fyrir allra augum – „Taktu mynd ef þú vilt“

Þrumuræða Renard fyrir sögulega stund nú fyrir allra augum – „Taktu mynd ef þú vilt“