fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

,,Ef ég væri Trent myndi ég hætta í landsliðinu“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 18:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir sparkspekingar í dag jafn umdeildir og Gabriel Agbonlahor sem er fyrrum leikmaður Aston Villa.

Agbonlahor er duglegur að fjalla um ýmis mál hjá TalkSport og hefur nú tjáð sig um stöðu varnarmannsins Trent Alexander-Arnold.

Trent hefur ekki byrjað þetta tímabil nógu vel en hann er leikmaður Liverpool og hefur einnig misst sæti sitt í enska landsliðinu.

Trent hefur áður spilað mjög vel í hægri bakverði landsliðsins og er einn af lykilmönnum Liverpool.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virðist ætla að treysta á aðra leikmenn fyrir HM í Katar sem fer fram í lok árs.

Agbonlahor vonar innilega að Trent verði þó valinn í landsliðshópinn og segir sjálfur að hann myndi hætta ef hann yrði ekki valinn í sömu sporum.

,,Ef ég væri Trent þá myndi ég hætta í landsliðinu ef ég kæmist ekki í HM hópinn,“ sagði Agbonlahor.

,,Ég myndi hætta þar til nýr landsliðsþjálfari væri ráðinn til að gefa mér tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður