fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Bjarni veltir því fyrir sér hvort markið hjá Iron Mæk gæti orðið jafn sögulegt og þrenna Jóhanns

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 10:00

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, stjörnublaðamaður Morgbunlaðsins skrifar áhugaverðan Bakvörð í blað dagsins þar sem hann rifjar upp einn frægasta landsleik sögunnar.

Bjarni setur leikinn í samhengi við leik liðsins á þriðjudag þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu á útivelli.

Ísland og Sviss gerðu 4-4 jafntefli árið 2013 í sögufrægum leik þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina fallegustu þrennu í sögu fótboltans.

„6. sept­em­ber árið 2013 varð ákveðinn viðsnún­ing­ur hjá ís­lenska karla­landsliðinu í knatt­spyrnu í Bern í Sviss. Ég man ágæt­lega eft­ir þess­um degi, eða meira leikn­um sem fór fram það kvöld. Sviss og Ísland átt­ust við í undan­keppni HM 2014. Ísland komst yfir í leikn­um með marki frá Jó­hanni Berg Guðmunds­syni strax á 3. mín­útu en Sviss­ar­arn­ir voru fljót­ir að jafna met­in og eft­ir 54 mín­útna leik var staðan orðin 4:1 fyr­ir Sviss,“ skrifar Bjarni og rifjar svo upp hvernig íslenska liðið jafnaði metinn en Jóhann skoraði þrennu í leiknum.

Mikael Neville Anderson, stundum kallaður Iron Mæk,  jafnaði leikinn í uppbótartíma á þriðjudag.

„Jöfn­un­ar­mark Mika­els And­er­son­ar á þriðju­dag­inn gegn Alban­íu í Tir­ana minnti mig aðeins á jöfn­un­ar­mark Jó­hanns Berg,“ skrifar Bjarni.

„Það er orðið ansi langt síðan maður sá leik­menn ís­lenska karla­landsliðsins fagna marki jafn inni­lega og þeir gerðu á þriðju­dag­inn. Hvort þetta mark verði jafn sögu­legt og markið hans Jó­hanns Berg var, þarf svo bara að koma í ljós,“ skrifar Bjarni og heldur því fram að Arnar sé á réttri leið með landsliðið.

„Það hef­ur verið ákveðinn mótvind­ur hjá ís­lenska liðinu síðan Arn­ar Þór tók við en núna virðist loks­ins vera smá meðvind­ur. Það voru alla­vega klár bata­merki á spila­mennsku liðsins gegn Alban­íu og maður ger­ir sér von­ir um það, þegar liðið verður „full­mannað“ á nýj­an leik, að hag­stæð úr­slit gætu farið að detta í hús;“ segir Bjarni að endingu í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins

Stefán kveðst hafa lausnina eftir hörmungar gærdagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans

Ítrekar að Liverpool sé í sterkri stöðu – Fyrsti kostur fjölskyldu hans