fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
433Sport

Sjáðu myndbandið: Heimir leggur línurnar fyrir fyrsta leik sinn sem landsliðsþjálfari Jamaíka – „Spilið með stolti og af krafti, gefið allt í þetta“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 07:49

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson stýrir í nótt sínum fyrsta landsleik sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar liðið mætir Argentínu í New York. Leikar hefjast klukkan 01:00 á íslenskum tíma og í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlareikningi jamaíska knattspyrnusambandsins leggur Heimir línurnar fyrir leikinn.

Heimir vill að leikmenn sýni að þeim sé alvara að spila fyrir jamaíska landsliðið, spili með stolti og krafti og þá skipti minna máli hvernig leikurinn fer á móti Argentínu.

„Í hreinskilni sagt tel ég leikmennina þurfa að sýna vilja sinn í því að berjast fyrir landslið sitt og liðsfélaga sína. Þetta mun ekki snúast um einstaklingsframmistöður þeirra heldur vilja þeirra á að spila fyrir landið sitt og ef þú sýnir það þá muntu ná tengingu við fólkið í landinu.

Þess vegna þurfa einkenni okkar að vera á hreinu. Hvað er það sem stuðningsmaður Jamaíka vill sjá inn á vellinum? Allir sem horfa á fótbolta geta bent á það þegar leikmaður er að spila með löngun og þrá til að gera vel, að vopni.“

Að einhverju leiti er hægt að sjá sams konar ferli í gangi hjá Heimi með íslenska landsliðið og nú jamaíska.

„Við þurfum að búa til sterkan grunn, vera skipulagðir og þá getum við leyft skapandi leikmönnum að gera sitt. Það er þetta sem ég vil sjá, leikmenn leggja sig alla fram á morgun og þá skiptir minna máli hvernig leikurinn fer. Spilið með stolti, krafti, gefið allt í þetta og þá mun fólkið í Jamaíka kunna að meta það sem við skilum af okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarvera Sterling útskýrð – Vildi fara heim til fjölskyldunnar eftir innbrot

Fjarvera Sterling útskýrð – Vildi fara heim til fjölskyldunnar eftir innbrot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir reiði Ronaldo sem virkaði mjög súr

Útskýrir reiði Ronaldo sem virkaði mjög súr
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Helgi Seljan hefði getað farið allt aðra leið – „Ég veit ekki hvernig ég væri“

Helgi Seljan hefði getað farið allt aðra leið – „Ég veit ekki hvernig ég væri“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal

Sterling gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Senegal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var valinn bestur en hafði engan áhuga á verðlaununum – Sjáðu svipinn

Var valinn bestur en hafði engan áhuga á verðlaununum – Sjáðu svipinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Óskars sem vekja mikla kátínu – Myndi ekki gera það sama og Norðmaðurinn

Ummæli Óskars sem vekja mikla kátínu – Myndi ekki gera það sama og Norðmaðurinn
433Sport
Í gær

Telur að Rashford geti unnið gullskóinn á HM

Telur að Rashford geti unnið gullskóinn á HM
433Sport
Í gær

Sáu fallegustu konuna í Katar með berum augum og byrjuðu að mynda – Sjáðu viðbrögð hennar

Sáu fallegustu konuna í Katar með berum augum og byrjuðu að mynda – Sjáðu viðbrögð hennar