fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Kveikt í rándýrum bíl stjörnunnar ungu – Glæpagengi verið til vandræða frá því hann byrjaði með TikTok-stjörnu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Ihattaren, leikmaður Ajax á láni frá Juventus, lenti í því í gærkvöldi að kveikt var í bifreið hans.

Lögreglan í Utrecht fann bíl leikmannsins, sem er af gerðinni Porsche Panamera og kostar um 11,4 milljónir íslenskra króna, klukkan þrjú í nótt.

Það liggur sterkur grunur á að kveikt hafi verið í bílnum viljandi, samkvæmt De Telegraaf í Hollandi.

Lögregla rannsakar nú málið. Hún mun ræða við þá sem voru nálægt atvikinu og skoða upptökur frá öryggismyndavélum.

Það vekur mikla athygli að þetta gerist nú en aðeins er vika síðan kveikt var í bíl bróður Mohamed, Yassir.

Hinn tvítugi Mohamed giftist TikTok-stjörnunni Yasmine á sunnudag. Talið er að glæpagengi hafi farið að skipta sér af leikmanninum eftir að samband hans við samfélagsmiðlastjörnuna kom í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar