fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór eftir hetjulega baráttu Íslands – ,,Liðið er orðið að liðsheild“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:19

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA með hetjulegri baráttu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn einum færri.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands tilfinninguna vera þannig eins og Ísland hafi unnið leikinn.

,,Jú hún er þannig,“ sagði Arnar Þór í viðtali við Viaplay eftir leik. ,,Sérstaklega vegna þess að liðið barðist allan tímann og gafst aldei upp. Hélt áfram að hafa trúnna á möguleikanum sem var til staðar.“

Arnar segir íslenska liðið vita að það ætti til að gerast hjá Albönunum að það slökknaði á þeim síðustu 20 mínúturnar í leikjum þeirra.

,,Við vissum að við myndum fá færi ef við myndum halda áfram að leggja hart að okkur. Vorum einnig með ferskar lappir á bekknum sem við nýttum okkur.“

Hann segir rauða spjaldið sem Aron Einar fékk ekki vera réttan dóm.

,,Nei mér fannst þetta soft. Það sem gerist er að það er tosað í Aron fyrst og það er þess vegna sem Albaninn kemst fram fyrir hann. Dómarinn vildi ekkert gefa honum þetta rauða spjald en svona er þetta bara. Við vorum tilbúnir með plan b og strákarnir framkvæmdu það fullkomlega. Þeir lentu bara í basli með okkur.

Arnar gerði þrefalda skiptingu í síðari hálfleik sem innihélt meðal annars markaskorarann Mikael Neville. Hann segir allt liðið eiga hlut í þessum sigri.

,,Þeir sem byrjuðu inn á hjá okkur og hlupu úr sér lungun skila þessu stigi alveg jafn mikið og þeir sem komu inn á.

Það sem mér finnst vera mikilvægast í þessu er að það er á svona kvöldum sem maður fær staðfestingu á því að liðið er orðið að liðsheild.“

Framfaraskref í Albaníu í kvöld. ,,Við erum að undirbúa liði fyrir næstu undankeppni EM og þetta er skref í rétta átt,“ segir Arnar sem vonast til að geta valið úr bestu leikmönnum Íslands þegar næsta undankeppni hefst.

,,Ég vona það. Það sem er jákvætt er að menn eru hungraðir og það vilja allir spila fyrir íslenska landsliðið og leggja á sig vinnuna. Ég vona að við getum valið okkar sterkasta lið og þá eigum við ansi góða möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar