fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
433Sport

Rúrik Gísla í hættu þegar vopnaður maður reyndi að ræna hann um miðja nótt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. september 2022 08:19

Rúrik er þekktur fyrir sína fögru lokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Rúrik Gíslason komst í krappan dans um helgina þegar hann skellti sér á tískuviku í Mílanó á Ítalíu. Þegar Rúrik var á röltinu um miðja nótt réðst að honum maður.

Rúrik hafði á hönd sinni nokkuð veglegt og dýrt úr sem maðurinn vildi fá. Rúrik þakkar því að hafa verið duglegur í ræktinni síðustu vikur.

„Það er gott að vera mættur aftur í ræktina eftir góða daga í Mílanó. Ég er mjög glaður með það að hafa verið duglegur í ræktinni undanfarið,“ sagði Rúrik í færslu á Instagram í gær.

Rúrik segir svo frá því hvernig vopnaði maðurinn réðst að honum. „Um miðja nótt í Mílanó þegar ég var að ganga heim af pöbbnum, þá vildi einstaklingur ræna af mér úrinu. Hann var vopnaður flösku sem var brotin.“

Rúrik náði að koma sér frá þessum aðstæðum. „Hann krafðist þess að fá úrið og reyndi að ráðast á mig en ég náði að sjá um það. Farið í ræktina strákar.“

Rúrik hætti í fótbolta fyrir tveimur árum en hefur svo sannarlega slegið í gegn utan vallar bæði í Þýskalandi og hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gabriel Jesus spilar ekki meira á HM

Gabriel Jesus spilar ekki meira á HM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi Seljan hrifinn af furðulegri tímasetningu en segir vesen geta hafist á heimilum síðar í desember

Helgi Seljan hrifinn af furðulegri tímasetningu en segir vesen geta hafist á heimilum síðar í desember
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brasilíumenn vongóðir fyrir 16-liða úrslitin

Brasilíumenn vongóðir fyrir 16-liða úrslitin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neville gefur í skyn að De Gea eigi heima í marki Spánverja – Simon að kosta liðið

Neville gefur í skyn að De Gea eigi heima í marki Spánverja – Simon að kosta liðið