fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Skaut á gagnrýnendur – „Það hefur verið hrópað og kallað ansi mikið“

433
Laugardaginn 24. september 2022 22:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir landsleikinn gegn Venesúela sem Ísland vann 1-0.

Ólafur segir að það sé vont fyrir alla að það sé alltaf verið að bera liðið saman við landsliðið sem fór á EM og HM.

„Það sem er vont fyrir þetta lið og Arnar landsliðsþjálfara er að það er alltaf verið að bera þetta lið saman við gamla góða liðið. Það voru frábærir tímar og virkilega gott lið. Góður bragur og klár strúktur.

Við segjum að það sé gott að vinna leikinn en þá spyr ég mig, er gott að vinna leikinn ef bragurinn hefur ekki verið nógu góður?

Það sem skiptir meira máli er að það sé stígandi og bæting á ákveðnum leikþáttum milli leikja. Það er slæmt að við viljum fá úrslit í illa spiluðum leik en spila vel en einhverja hluta vegna ekki að vinna.

Ég er ekki að segja að það skipti ekki máli að vinna heldur að mér finnst þurfa að vera ákveðinn stígandi og stöðuleiki þar sem liðið verður fastmótað. Leikstíllinn og svo framvegis frá leik til leikja. Það höfum við verið að glíma við að ná er einhver tröppugangur. Þetta hefur verið eitt skref fram og fleiri til baka af ýmsum ástæðum.“

Hörður benti á að íslenska landsliðið hefði ekki gefið mörg færi á sér í leiknum og Rúnar Alex hefði aldrei þurft að verja og taka á stóra sínum.

Ólafur sagði að gamla liðið hafði skýr einkenni. „Við erum að leita að því og það hefur verið brokkgengt að finna þessi einkenni hjá liðinu og það er eitthvað sem ég sakna og vona að það komi. Maður getur ekki notað þennan leik til að vera dómbær á hvort allt sé orðið gott aftur eða ekki. En þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir liðið og þjálfarana því pressan hefur verið þannig séð mjög mikil á frekar ungt lið.“

Hann benti á að erfitt sé að spá í leikinn á þriðjudag út frá þessum leik. „Það var ekkert í þessum leik sem gaf einhver fyrirheit hvernig leikurinn við Albaníu verður. Ég veit að eflaust eru þjálfararnir að leita að og koma inn hjá liðinu. Við erum finnst mér ekki ennþá þar, því miður, að þetta sé skýrt. Það skín allavega ekki í gegn.

Samanburðurinn aftur er við lið sem var í gegnum langan tíma með ofboðslega skýr einkenni. Auðvitað vona ég að það takist og það náist.“

Hann skaut aðeins á blaðamenn og aðra sem fjalla um fótboltann. „Það hefur verið hrópað og kallað ansi mikið. En við þekkjum ekki forsendurnar, hvað sé lagt upp með og hvernig á að spila og hvernig viljum við spila. Hvert er planið. Þess vegna verður þessi gagnrýni ekki alltaf byggð á… kannski hefur skapast einhver núningur að menn eru að geta sig til en við þurfum að vera skírari finnst mér.“

Hann tók dæmi um U-21 árs landsliðið um hvað væri skýrt en Ólafur hefur fylgst vel með þeirra undankeppni. „Mér finnst að þar er búið að búa til lið sem er með nokkuð skýr einkenni. Þegar maður horfir á þá frá einum leik til annars þá getur maður séð sömu hlutina aftur og aftur og þykist skynja hvaða gildi eru í gangi. Það er það sem ég vildi sjá hjá A-landsliðinu og ég efast ekki um að það sé verið að reyna að ná því. Svo er þessi vegur að því oft hindrunum stráður.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“

Segist hafa verið ömurlegur á HM – ,,Frammistaða mín var stórslys“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK

Atli Hrafn yfirgefur ÍBV og semur við HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“