fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Markahæsti leikmaður liðsins fær ekki að koma með á HM

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. september 2022 10:00

Chicharito í leik með West Ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United, fær ekki að fara með mexíkóska landsliðinu á HM í sumar.

Þetta hefur Gerardo Martino, landsliðsþjálfari Mexíkó, staðfest en Chicharito eins og hann er yfirleitt kallaður spilar í dag í Bandaríkjunum.

Chicharito leikur með LA Galaxy þar í landi og hefur skorað 34 mörk í 62 deildarleikjum á tveimur árum.

Martino hefur þó ekki áhuga á að velja sóknarmanninn í lokahópinn fyrir HM sem vekur töluverða athygli.

Chicharito er markahæsti leikmaður í sögu Mexíkó með 52 mörk í 109 landsleikjum.

Margir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Martino en Chicharito spilaði þó sinn síðasta landsleik fyrir þremur árum.

,,Þegar kemur að Chicharito þá er það svo einfalt að við ætlum að treysta á aðra framherja,“ sagði Martino.

,,Við munum reyna að velja 26 leikmenn sem henta okkar leikstíl. Við erum með tvo framherja sem geta spilað og tvo sem spila ekki. Það sem mér líkar við er að við erum ekki með of fáa leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið