fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Toney ekki með í kvöld – Fjórir aðrir uppi í stúku í leiknum mikilvæga

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 11:00

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney verður ekki með enska landsliðinu gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni í kvöld samkvæmt helstu miðlum á Englandi.

Framherjinn var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku. Hann verður hins vegar einn af fimm leikmönnum sem verða ekki með gegn Ítalíu í kvöld.

Hinir eru Marc Guehi, Ben Chilwell, Jordan Henderson og John Stones, sem er þó í banni.

Toney hefði getað valið að spila fyrir lærisveina Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka vegna fjölskyldutengsla þar. Hann hefur þó tekið ákvörðun um að leika fyrir hönd Englands, þar sem hann fæddist, í landsliðaboltanum.

England mætir Þýskalandi á mánudag. Vonast Toney til að fá sénsinn til að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd þar.

Enska liðið er á botni riðils síns í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á eftir Ítölum. Liðið getur því fallið niður í B-deild með tapi í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkalíf Gerrard í brennidepli – Kærasti 18 ára dótturinnar úr fjölskyldu sem tengist aldræmdu glæpagengi

Einkalíf Gerrard í brennidepli – Kærasti 18 ára dótturinnar úr fjölskyldu sem tengist aldræmdu glæpagengi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri
433Sport
Í gær

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping
433Sport
Í gær

Spánn: Real missteig sig á heimavelli

Spánn: Real missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður
433Sport
Í gær

Besta deildin: Fram lagði Leikni í fjörugum leik

Besta deildin: Fram lagði Leikni í fjörugum leik