fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Þorsteinn sat fyrir svörum – Var ákveðið að taka enga sénsa með Söru Björk hjá Juventus

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 13:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Karólína og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar meiddar, Karólína á svolítið í land með að ná bata og Cecilía er ekki byrjuð á fullu á æfingum. Ég tók þá ákvörðun að velja hana ekki, ekki komin á fullt,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eftir að hafa opinberað hópinn sinn fyrir leik í umspili um laust sæti á HM á næsta ári.

Íslenska liðið veit þó ekki hver andstæðingurinn verður því Portúgal og Belgía leika áður og sigurvegarinn þar leikur einn leik við Ísland um laust sæti á HM.

„Við förum til Portúgals í byrjun gluggans og verðum rétt hjá Faró og æfum þar, þegar við vitum hvert við eigum að fara þá fljúgum við tveimiur dögum fyrir leik á leikstað og tökum æfingu á keppnisvelli og svo leikur á þriðjudegi.“

Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður Juventus lék ekki í Meistaradeildinni í vikunni en er þó ekki alvarlega meidd. „Hún meiddist raunverulega ekki í upphitun, hún var stíf fyrir leikinn og fann í upphitun að hún væri ekki klár. Það var ákveðið að taka ekki neina áhættu með að þetta yrði eitthvað verra, hún er klár.“

Varnarmaðurinn Sif Atladóttir er hætt og í hennar stað kemur Agla María Albertsdóttir. „Ákvörðunin er hennar að leggja landsliðskóna á hilluna, við getum kvatt hana á góðan hátt. Hún hefur verið flott í hópnum okkar, frábær leikmaður og fyrirmynd. Þetta var hennar ákvörðun, hún hefur verið inn og út úr liði hjá mér en spilað slatta af leikjum. Hefur verið partur af kjarna sem spilar flesta leikina, missir af flottum leiðtogum.“

„Ákvörðunin kom mér á óvart á þessum tímapunkti, hlutverk utan vallar? Í landsliðshóp ertu ekki settur í nein hlutverk heldur þú sem reyndur leikmaður eins og hún aðstoðar og er til staðar fyrir alla. Gott að geta leitað til hennar, hún hafði góða og sterka rödd í hópnum.“

Karólína Lea sem er einn mikilvægasti leikmaður liðsins er áfram meidd og óvíst er hvenær hún snýr í raun aftur. „Ég hef talað mjög reglulega við hana, ég get raunverulega ekki svarað því hvenær Karólína er tilbúin og Bayern ekki heldur. Þetta er í ferli sem er verið að vinna með, það er engin tímalína á þessu. Það var vonast eftir sex vikna dæmi en það kom í ljós í byrjun að þetta yrði lengra en það. Bayern hefur ekki hugmynd um það og ég veit það því varla.“

Þorsteinn segist ekki eiga sér óskamótherja í úrslitaleiknum um sæti á HM. „Kosturinn við það að við höfum ákveðna reynslu ef við spilum gegn Belgíu, við höfum ekki spilað gegn Portúgal. Við verðum að undirbúa okkur fyrir báða andstæðinga, vera með grunnvinnuna klára fyrir leikinn. Þetta set up er grillað, það er alveg ljóst. Við getum rætt það fram og til baka hversu sanngjarnt þetta er, það hefur aldrei verið einn leikur í umspili. Þetta er sérstakt umhverfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neitar sök eftir að hafa verið rekinn úr starfi í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi – „Þetta eru falsfréttir“

Neitar sök eftir að hafa verið rekinn úr starfi í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi – „Þetta eru falsfréttir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ætlaði sér að herma eftir frægu fagni Ronaldo en endaði á sjúkrahúsi

Sjáðu myndbandið: Ætlaði sér að herma eftir frægu fagni Ronaldo en endaði á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar finnur fyrir pressunni – „Það búast allir við að þú vinnir leikinn“

Arnar finnur fyrir pressunni – „Það búast allir við að þú vinnir leikinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári neitaði að snerta bikarinn

Eiður Smári neitaði að snerta bikarinn
433Sport
Í gær

Nýr getraunaleikur á Íslandi – Stefnir í 650 milljóna pott um helgina

Nýr getraunaleikur á Íslandi – Stefnir í 650 milljóna pott um helgina
433Sport
Í gær

Nú þegar rætt um framtíð Haaland – Spænski risinn gæti sett 25 milljarða á borðið

Nú þegar rætt um framtíð Haaland – Spænski risinn gæti sett 25 milljarða á borðið