fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Aron Einar eftir endurkomuna í landsliðið: „Að spila aftur fyrir Íslands hönd er bara gaman“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 18:13

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu í kvöld eftir rúmlega árs fjarveru og spilaði allan leikinn í 1-0 sigri í æfingaleik gegn Venesúela. Hann segist hafa verið fullur tilhlökkunar fyrir því að snúa aftur í íslenska landsliðið og segir liðið geta tekið jákvæða punkta úr leik kvöldsins.

Norðlendingurinn var í byrjunarliði Íslands í kvöld, spilaði í hjarta varnarinnar sem hann hefur ekki verið að gera með Íslandi og bar fyrirliðabandið í leiknum. Aron spilaði allar 90 mínúturnar í kvöld og var til viðtals hjá Viaplay eftir leik kvöldsins:

„Já bara virkilega ánægjulegt,“ sagði Aron Einar aðspurður hvernig það hafi verið að spila landsleik á nýjan leik. „Þrátt fyrir að þetta hafi verið æfingaleikur var vinnusemin mikil og eyddum mikilli orku í að loka á þá og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar megin þannig að við tökum margt jákvætt úr þessum leik og byggjum á þessu.“

Aron Einar spilaði í miðvarðarstöðunni í kvöld, staða sem hann hefur spilað með Al-Arabi í Katar en ekki með íslenska landsliðinu.

„Ég leysi þá stöðu sem mér er sagt að spila. Hef gert það út í Katar og er að læra inn á hana og á eftir að læra margt en fínt að hafa Gulla í að djöflast í mér þarna hægra megin. Við vorum með fínt skipulag á þessu og þeir ógnuðu okkur aldrei almennilega.“

Sjaldséður sigur hjá íslenska landsliðinu staðreynd. „Við þurfum að venjast því að vinna leiki. Að spila aftur fyrir Íslands hönd er bara gaman. Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik.“

Þetta var 98 A-landsleikur Arons fyrir Íslands hönd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær