fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Mörgum árum síðar staðfesti Wenger að hann hafi langað að berja hann fyrir þetta

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geoff Shreeves á Sky Sports hefur lengi verið einn sá fremsti er kemur að því að taka viðtöl við leikmenn og knattspyrnustjóra í kringum leiki enskra liða. Hann hefur nú gefið út bókina Cheers, Geoff! Tales from the Touchline, þar sem hann segir meðal annars góðar bransasögur.

Í bókinni segir Shreeves meðal annars frá samskiptum sínum við Arsene Wenger, sem var knattspyrnustjóri Arsenal á 1996 til 2018 og er í guðatölu hjá félaginu.

„Ég tók fyrst viðtal við Arsene Wenger þegar hann kom til Arsenal 1996. Ég talaði við hann oftar en þrjátíu sinnum á leiktíð á tíma hans við stjórnvölinn.“

Shreeves segist hafa þekkt Wenger vel og vitað hvað virkaði er kom að Frakkanum. Það kom þó fyrir að honum tókst að pirra hann all verulega.

Úrslitin í ágúst 2011 eru með þeim merkari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir 8-2 tap Arsenal gegn Manchester United árið 2011 tók Shreeves viðtal við Wenger. Þar spurði hann stjórann erfiðra spurninga, eins og hvort hann ætlaði að segja af sér og hvort stjórnin myndi styðja við bakið á honum eftir þessa útreið.

„Ég sá reiðina byggjast upp í augum hans. Eftir á kom fjölmiðlafulltrúi Arsenal til mín og sagði að Wenger hafi viljað lemja mig í viðtalinu, hann var svo reiður,“ skrifar Shreeves í bók sína.

„Mörgum árum seinna sagði Arsene við mig: „Geoff, mig langaði að lemja þig þennan dag, það er rétt. Þú varst samt ekki sá eini.“

Þrátt fyrir þessa uppákomu er Shreeves mikill aðdáandi Wenger. „Hann var alltaf heillandi. Hann kom sér aldrei undan viðtali eða var með afsakanir.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“