fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Íslendingar á ferð á flugi – Vilhjálmur Al-VAR

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir dómarar munu starfa á leik Litháen og Færeyja í C riðli Þjóðadeildarinnar fimmtudaginn 22. september. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómararnir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson sem og fjórði dómarinn Þorvaldur Árnason munu starfa á leiknum.

Þetta er fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR er notað. Vilhjálmur, Gylfi og Birkir fóru í gegnum VAR þjálfunarkerfi UEFA árið 2019 sem veitir þeim réttindi til þess að starfa á leikjum þar sem VAR er notað.

Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir félagar dæma tvo leiki í riðli tvö sem spilaður verður í Albaníu. Laugardaginn 24. september dæma þeir leik Tyrklands og Aserbaídsjan og þriðjudaginn 27. september dæma þeir leik Lúxemborgar gegn Aserbaídsjan. Helgi Mikael verður með flautuna í leikjunum tveimur og Egill Guðvarður verður aðstoðardómari.

Þeir Ívar Orri Kristjánsson og Oddur Helgi Guðmundsson verða einnig í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir dæma í riðli sjö sem spilaður verður í Belgíu. Ívar Orri verður aðaldómari í leik Spánar og Albaníu laugardaginn 24. september og Oddur Helgi verður aðstoðardómari. Þriðjudaginn 27. september verður Oddur Helgi aðstoðardómari í leik Belgíu og Spánar og Ívar Orri verður fjórði dómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga

Chelsea sýnir stjörnu Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkalíf Gerrard í brennidepli – Kærasti 18 ára dótturinnar úr fjölskyldu sem tengist aldræmdu glæpagengi

Einkalíf Gerrard í brennidepli – Kærasti 18 ára dótturinnar úr fjölskyldu sem tengist aldræmdu glæpagengi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri
433Sport
Í gær

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping
433Sport
Í gær

Spánn: Real missteig sig á heimavelli

Spánn: Real missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður
433Sport
Í gær

Besta deildin: Fram lagði Leikni í fjörugum leik

Besta deildin: Fram lagði Leikni í fjörugum leik