fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Arnar tekur sökina á sig í hitamálinu í Vesturbæ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill hiti í kringum kvennalið KR þessa stundina. Fall liðsins niður í Lengjudeild var endanlega staðfest með tapi í gær. Umgjörðin í kringum það hefur þá verið harðlega gagnrýnd. Þjálfari liðsins, Arnar Páll Garðarson hefur ákveðið að taka sök á sig í málinu en gerir það aðeins vegna þess að enginn annari gerir það.

Í fyrradag var kvartað yfir því að sjúkrabörur hafi vantað þegar leikmaður KR meiddist. Þá hefur verið í fréttum fyrr í sumar að vallarþul og vallarklukku hafi vantað á einum leik liðsins.

„Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara),“ skrifar Arnar á Twitter.

Arnar skrifar svo einnig. „Þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast.“

Kvennalið KR féll í fyrradag úr Bestu deild og niður í Lengjudeild. Það var endanlega staðfest með 3-5 tapi gegn Selfoss. Bæði þjálfari og fyrirliði KR hafa í kjölfarið gagnrýnt stjórnendur félagsins fyrir lélega umgjörð í kringum kvennaliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gjaldþrota dyrasímar

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hitað upp fyrir enska boltann – Mun City valta yfir United?

Hitað upp fyrir enska boltann – Mun City valta yfir United?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð segir að FH muni bæta aðstöðuna enn frekar – „Það myndi gera ansi margt fyrir okkur og kannski fullkomna þetta svæði“

Davíð segir að FH muni bæta aðstöðuna enn frekar – „Það myndi gera ansi margt fyrir okkur og kannski fullkomna þetta svæði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umboðsmaður Arthur útskýrir erfiðleikana hjá Liverpool

Umboðsmaður Arthur útskýrir erfiðleikana hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Möguleiki að hann verði kallaður til baka í janúar – ,,Ekki mín ákvörðun“

Möguleiki að hann verði kallaður til baka í janúar – ,,Ekki mín ákvörðun“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Norður-Lundúnar slagnum – Byrjar Perisic?

Líkleg byrjunarlið í Norður-Lundúnar slagnum – Byrjar Perisic?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spænsku félögin taka enga sénsa – Aftur 140 milljarða klásúla

Spænsku félögin taka enga sénsa – Aftur 140 milljarða klásúla
433Sport
Í gær

Búið að láta Óla Jó vita að hann verði ekki áfram

Búið að láta Óla Jó vita að hann verði ekki áfram
433Sport
Í gær

Svona væri staðan á Englandi án VAR

Svona væri staðan á Englandi án VAR