fbpx
Mánudagur 03.október 2022
433Sport

Lygilegar tölur Nökkva hafa ekki skilað sér í formlegum tilboðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 13:00

Nökkvi Þeyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA hefur svo sannarlega verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í ár. Sóknarmaðurinn hefur skorað ellefu mörk fyrir KA og reynst félaginu ansi drjúgur.

Nökkvi sem ólst upp á Dalvík fagnar 23 ára afmæli sínu á næstu dögum en félög erlendis eru sögð hafa áhuga á honum.

Ekkert formlegt tilboð hefur hins vegar borist til KA. „Það hefur ekki komið formlegt tilboð borist okkur, bara sögusagnir hingað og þangað. Það er ekkert komið lengra en það, ef það kemur þá erum við klúbbur sem stendur ekki í vegi leikmannsins,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA við 433.is í dag.

Mikið af sögum hafa verið um erlend lið en Sævar segir það eðlilegt þegar tölurnar hjá Nökkva séu skoðaðar.

„Hann er með lygilegar hlaupatölur, við erum að tala um tölur sem eru í fimm bestu deildum Evrópu. Bæði í hraða og sprettum, við höfum aldrei séð svona tölur áður.“

„Þetta er farið að vekja athygli og það er bara eðlilegt að það komi áhugi þegar þetta er til staðar, svo mörk og stoðsendingar.“

Nökkvi er í þriðja sæti yfir markahæstu menn en hann er einu marki á eftir Ísaki Þorvaldssyni sóknarmanni Blika sem trónir á toppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elín Metta leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir allt“

Elín Metta leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir allt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók risastóra en rétta ákvörðun – ,,Eins og ég væri kominn heim“

Tók risastóra en rétta ákvörðun – ,,Eins og ég væri kominn heim“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas Þór hjólar í KSÍ fyrir þetta – „Knattspyrnusambandið er búið að berja mann svo mikið niður í þessari umræðu“

Tómas Þór hjólar í KSÍ fyrir þetta – „Knattspyrnusambandið er búið að berja mann svo mikið niður í þessari umræðu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Lage rekinn frá Wolves

Bruno Lage rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Tveir leikmenn Man City skoruðu þrennu gegn nágrönnunum

Enska úrvalsdeildin: Tveir leikmenn Man City skoruðu þrennu gegn nágrönnunum
433Sport
Í gær

Var hann að kalla á hjálp í gær? – Ákvörðun sem enginn skilur

Var hann að kalla á hjálp í gær? – Ákvörðun sem enginn skilur