fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
433Sport

Nágrannar tregir við að tjá sig um Greenwood – Ógjörningur að segja til um það hvort einhver haldi til í húsinu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 19:46

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvinda lögreglurannsóknar á máli knattspyrnumannsins Mason Greenwood er óljós en fjallað er um mál hans í breska vefmiðlinum Mirror í dag. Greenwood var handtekinn í janúar grunaður um kynferðisbrot, heimilsofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum kærustu sinnar Harriet Robson.

Málið fór á flug eftir að Harriet sýndi hugrekki, steig fram og opinberaði það sem hafði átt sér stað í sambandi hennar og Greenwood. Harriet birti myndir á samfélagsmiðlum sínum. Myndirnar voru af henni með sprungna vör auk annarra áverka og við myndirnar skrifaði hún að það væri svona sem Mason Greenwood kæmi fram við hana.

Blaðamaður Mirror lýsir aðstæðunum við heimili Greenwood þessa dagana.

,,Vinstra megin við lokað hlið sem liggur að heimreið eignarinnar er skilti þar sem varað er við hundum sem eru lausir innan girðingarinnar. Þá er þar mynd af merki öryggisþjónustu sem hefur komið fyrir öflugum öryggisbúnaði sínum.“

,,Dregið er fyrir glugga og fyrir framan húsið er Mercedes bifreið. Það er ógjörningur að segja til um það hvort einhver haldi til í húsinu.“ 

Þá virðist vera sem svo að umræddur blaðamaður hafi reynt að fá upp úr nágrönnum Greenwoods hvort þeir hafi verið varir við hann.

,,Þeir eru tregir við að tjá sig um málið. Einn þeirra, sem vildi ekki koma undir nafni, sagðist ekki verða var við Greenwood oft. Hann hafi hins vegar oft séð til manns sem labbi niður götuna með hund sinn.“

Lítið hefur sést til Greenwood síðan ásakanirnar komu fram og hann var handtekinn í janúar. Hann hefur ekki æft né spilað fyrir Manchester United, misst styrktaraðila sína og vörur merktar honum eru horfnar úr verslunum Manchester United.

Lögreglan í Greater Manchester hefur lítið sem ekkert tjáð sig um framgöngu rannsóknar á málinu og þá hefur talsmaður hennar sagt að tekin hafi verið ákvörðun innan lögreglunnar um að veita ekki upplýsingar um það hvort lausn gegn tryggingu verði framlengd vegna reynslu frá sambærilegum málum

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður sé ekki tekinn silkihönskum í umfjöllun – Ekki stærsta vandamálið

Eiður sé ekki tekinn silkihönskum í umfjöllun – Ekki stærsta vandamálið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reiðin ekki runnin af Conte í gærkvöldi – „Hefðir átt skilið að láta fella þig“

Reiðin ekki runnin af Conte í gærkvöldi – „Hefðir átt skilið að láta fella þig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lengjudeildin: Þór vann toppliðið – Erfitt gengi Kórdrengja

Lengjudeildin: Þór vann toppliðið – Erfitt gengi Kórdrengja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verður síðasta félag Ancelotti á ferlinum

Verður síðasta félag Ancelotti á ferlinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir eftir jöfnunarmark Tottenham – ,,Augljósasta brot í sögu ensku úrvalsdeildarinnar“

Stuðningsmenn Chelsea brjálaðir eftir jöfnunarmark Tottenham – ,,Augljósasta brot í sögu ensku úrvalsdeildarinnar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt varð vitlaust á Stamford Bridge: Stjórarnir slógust við hliðarlínuna – Sjáðu hvað gerðist

Allt varð vitlaust á Stamford Bridge: Stjórarnir slógust við hliðarlínuna – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Sjáðu frábært mark Koulibaly gegn Tottenham – Cucurella lagði upp

Sjáðu frábært mark Koulibaly gegn Tottenham – Cucurella lagði upp
433Sport
Í gær

Leikmenn Man Utd kallaðir á æfingu í dag eftir ömurlega frammistöðu

Leikmenn Man Utd kallaðir á æfingu í dag eftir ömurlega frammistöðu