fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
433Sport

Casemiro færist nær Old Trafford

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 13:00

Casemiro / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United færist nær því að semja við Real Madrid um kaup á miðjumanninum Casemiro. The Athletic greinir frá.

Sjálfur er Brasilíumaðurinn talinn opinn fyrir því að ganga í raðir United. Hann yrði á meðal launahæstu leikmanna liðsins ef hann skrifar undir.

Hinn þrítugi Casemiro er gífurlega reynslumikill. Hann hefur þrisvar sinnum orðið spænskur meistari með Real Madrid og fimm sinnum Evrópumeistari, svo eitthvað sé nefnt.

United hefur í allt sumar reynt að styrkja miðju sína. Liðið hafði lengi vel mikinn áhuga á Frenkie de Jong. Það virðist þó ekki svo sem félagið nái að krækja í hann frá Barcelona.

Rauðu djöflarnir þurfa á allir styrkingu sem þeir geta fengið að halda. Liðið hefur tapað báðum leikjum tímabilsins það sem af er í ensku úrvalsdeildinni, þar af 4-0 gegn Brentford um síðustu helgi.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meistaradeildin: Haaland fór illa með Íslendingalið – Sannfærandi hjá Chelsea

Meistaradeildin: Haaland fór illa með Íslendingalið – Sannfærandi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allan Purisevic semur við Stjörnuna

Allan Purisevic semur við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ömurleg tölfræði Conte í deild þeirra bestu

Ömurleg tölfræði Conte í deild þeirra bestu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo

Fjórir kostir sem United gæti skoðað sem arftaka Cristiano Ronaldo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir af og frá að samningar séu í höfn – Þetta er staðan sem stendur

Segir af og frá að samningar séu í höfn – Þetta er staðan sem stendur